
Mjög öflugur hreinsir fyrir erfiða bletti svo sem feiti, tússliti, vaxliti, matarleifar, sótfilmu, för eftir skó, og svo framvegis. Efnið vinnur vel á óhreinindum sem jarðefna olíur svo sem diesel olía mynda.
Má nota á yfirborð sem þolir vatn en notist með varúð á málaða fleti og aðra málma en stál.
Efnið hentar vel til þrifa í atvinnueldhúsum, iðnaði og framleiðslu þar sem olía og fita og önnur erfið óhreinindi geta safnast upp.
pH gildi 12,3
Flaskan og úðarinn eru bæði úr endurunnu Polyolefin plasti sem hægt er að endurvinna aftur og ekki þarf að aðskilja flöskuna frá úðaranum þegar hún er sett í endurvinnslu.
Úðarinn á flöskunni getur bæði gefið úða og froðu, eiginleikar froðunnar er sú að hún loðir betur við flötinn og þar með minnka líkur á að of mikið af efninu sé notað.

11100