Snertilaust kaffi

Starfsfólkið þitt kann vel að meta áhyggjulausan kaffibolla í öruggu umhverfi vinnustaðarins. Núna þegar við keppumst við að komast aftur í hefðbundið umhverfi er mikilvægt að vanda til verka. Góð kaffistund er betri þegar hlutirnir eru í lagi.

Örugg og afslöppuð stund

Við leggjum mikið upp úr sóttvörnum og erum því stolt af því að bjóða upp á snjall-lausn frá kaffivélaframleiðendum okkar De Jung Duke. Engin innskráningar né smáforrit en valmynd kaffivélarinnar stekkur upp á skjá snjalltækis á örfáum sekúndum og auðvelt að velja sér kaffidrykk nú eða kolsýrt vatn án þess að þurfa snerta kaffivél.

Rekstrarvörur bjóða uppá hágæða kaffi frá Pelican Rouge og sterkbyggðar kaffivélar frá De Jong Duke. De Jong Duke er hollenskt fyrirtæki sem framleiðir kaffivélar sem þola vel álagsnotkun á stórum sem smáum vinnustöðum.

Pelican Rouge

Saga Pelican Rouge á upphaf í Belgíu og nær alla leið til nítjándu aldar. Árið 1863 byrjaði Joseph van Leckwyck og synir hans að rista kaffi og voru þeir meðal þeirra fyrstu sem áttu viðskipti með kaffi í Evrópu. Hann stofnaði Pelican Rouge í Antwerpen. Fyrirtækið bauð uppá hágæða kaffi fyrir nýja kynslóð af kaffiunnendum. Pelican Rouge eru með starfsemi sína í Hollandi í dag og bjóða enn uppá hágæða lausnir í kaffi.

Má bjóða þér í kaffikynningu?

Við tökum vel á móti þér!

Hafðu samband við kaffi@rv.is fyrir frekari upplýsingar