Stefnur RV

I.  ALMENNT

Persónuvernd þín skiptir RV miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu RV.

II.  PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF

Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi gerðir samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga. 

III.  ÁBYRGÐ

RV ber ábyrgð á skráningu persónuupplýsinga og meðferð þeirra upplýsinga í starfsemi sinni. RV með aðsetur að Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, eru löglegir stjórnendur persónuupplýsinga sem þú veitir fyrirtækinu. Hægt er að hafa samband við okkur að Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík eða með því að senda skriflega fyrirspurn á personuvernd@rv.is og með því að hringja í 520 6666

IV.  SÖFNUN OG NOTKUN

Samkvæmt gildandi lögum um persónuvernd og, þar sem við á, samþykki þitt getum við og þjónustuveitendur okkar (sem gætu komið fram fyrir hönd fyrirtækisins) safnað persónuupplýsingum um þig:

- um nafn þitt, símanúmer og netfang til að geta svarað fyrirspurnum og brugðist við óskum þínum, til að svara spurningum þínum og athugasemdum,

- um nafn þitt, kennitölu, símanúmer, heimilisfang, netfang, dulkóðað númer kreditkorts, bankaupplýsingar, mat á greiðslugetu, vegna sölu á vöru og þjónustu sem við bjóðum upp á eða höfum milligöngu um,

- um nafn þitt, kennitölu, heimilisfang, tegund, umfang og dagsetningu viðskipta til að geta uppfyllt skyldu okkar samkvæmt bókhaldslögum, 

- um nafn þitt, heimilisfang, símanúmer og netfang, fæðingardag og aldur, með þínu samþykki, til að geta veitt þér kost á að taka þátt í könnunum, 
kyningarherferðum með verðlaunum, keppnum og öðrum kynningum og eða til að geta sent þér kynningarefni, tilboð eða sérsniðnar auglýsingar,

- um nafn þitt og netfang með þínu samþykki til að geta gert þér kleift að nota vef- og samfélagsmiðlasíður okkar,

- myndbandsupptökum af þér í öryggismyndavélakerfi fyrirtækisins. Tilgangur öryggismyndavélakerfis er einkum öryggis- og eignavarsla, til að gæta hagsmuna fyrirtækisins, viðskiptavina þess og starfsmanna 

- um ferðir þínar í þjónustubifreið með notkun ökurita, svo sem staðsetningu, hraða og högg (ekki viss með þetta)

- upplýsingar kunna að safnast sjálfkrafa s.s. þegar þú heimsækir heimasíður okkar, t.d. IP-tala þín og upplýsingar um tölvukerfið sem er notað. Einnig eru skráðar upplýsingar um hvernig þú notar heimasíðu okkar. Þessum upplýsingum er safnað með notkun vafrakaka (e. Cookies) en nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér neðar (undir Vafrakökur).

V.  MIÐLUN

Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.

Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Okkur er einnig heimilt að deila upplýsingum með vinnsluaðilum þegar það er nauðsynlegt til að vernda brýna hagsmuni t.d. við innheimtu á vanskilakröfu. Við deilum einnig upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með okkur við gæða- og markaðsstarf. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi. 

Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar. Athygli þín er vakin á að með því að tengja saman síðureikning þinn og samfélagsmiðlareikninginn þinn gefur þú okkur leyfi til að deila upplýsingum með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar og notkun þeirra upplýsinga sem við deilum stjórnast af stefnu samfélagsmiðilsins um persónuvernd. Ef þú vilt ekki að persónuupplýsingum þínum sé deilt með öðrum notendum eða með veitanda samfélagsmiðlaþjónustunnar, skaltu ekki tengja samfélagsmiðlareikninginn þinn við síðureikninginn eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni. 

VI.  ÞRIÐJU AÐILAR

Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota. 

VII.  VERNDUN

RV leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar og hefur því yfir að skipa innra eftirlitskerfi sem á að tryggja að ávallt skulu gerðar viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar  öryggisráðstafanir.

Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum, spjallrás eða stjórnstöð. 

Okkar vefsíður nota SSL skilríki sem þýðir að gagnaflutningar til og frá síðunum er dulkóðaður og því öruggari. SSL skilríki varna því að þriðji aðili komist yfir gögn sem eru send í gegn um vefinn til dæmis þegar sendar eru fyrirspurnir og þjónustupantanir af vefsvæðinu.

Við viljum einnig taka fram að gagnaflutningur á internetinu er aldrei fullkomlega öruggur. Þér er því bent á að láta okkur umsvifalaust vita ef þú telur hættu á að tilteknar upplýsingar sem þú hefur gefið okkur séu í hættu. 

VIII.  VARÐVEISLA

RV reynir eftir fremsta magni að halda persónuupplýsingum um þig nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum.  Við geymum persónupplýsingarnar þínar í þann tíma sem er nauðsynlegur til að uppfylla markmið þessarar stefnu um persónuvernd nema lengri geymslutíma sé krafist eða hann leyfður skv. lögum. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldur, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, munum við taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til. 

IX.  RÉTTINDI ÞÍN

Þú átt rétt á og getur óskað eftir að RV veiti þér upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem fyrirtækið býr yfir sem og um vinnslu og meðferð upplýsinga um þig.

Þú átt rétt á því í vissum tilvikum að persónuupplýsingar um þig séu leiðréttar eða þeim eytt, t.d. ef upplýsingarnar eru ekki lengur nauðsynlegar í þágu þess tilgangs sem þeirra var upphaflega aflað í. 

Beiðni þín verður tekin til greina og þér afhentar upplýsingarnar (þegar það á við) innan hæfilegs tíma, þó með þeim takmörkunum sem réttindi og frelsi annarra gera, þ.m.t. viðskiptaleyndarmál og hugverkaréttindi. Þér verður tilkynnt og gefin skýring ef töf verður á afgreiðslu eða ef ekki er unnt að verði við beiðninni að fullu eigi síðar en mánuði frá móttöku hennar. Þú getur kvartað til Persónuverndar ef við neitum að afhenda þér ákveðnar upplýsingar. 

X.  PERSÓNUVERND BARNA

Persónuupplýsingum um börn yngri en 13 ára er ekki safnað. 

BREYTINGAR

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; www.RV.IS

Vafrakökur

Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir þær. Vafrakökur eru almennt notaðar til að bæta viðmót og notendaupplifun vefsíðunnar. Einnig til þess að vefsíðan muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna þína. 

Af hverju notar RV vafrakökur?

Við notum vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu okkar. Umferð á vefinn eru mæld með Google Analytics. Það þýðir að skráður er tími og dagsetning heimsókna á vefinn, IP tölur þeirra sem heimsækja hann og frá hvaða vefsíðu heimsóknir koma, tegund vafra og stýrikerfis og hvaða leitarorð notendur nota til að komast á vefinn sem og til að finna efni innan hans. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur valið í bókunarvél á meðan hann er tengdur vefsvæðinu, þær kunna einnig að vera notaðar í öryggisskyni. Lotukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði. Engar tilraunir eru gerðar til að tengja heimsókn við persónugreinanlegar upplýsingar. 

Hvernig er hægt að eyða vafrakökum? 

Allir vafrar bjóða upp á takmörkun á notkun á vafrakökum, eins er mögulegt að slökkva á þeim í stillingum vafranns. Ólíkt er eftir vöfrum hvernig þetta er gert en leiðbeiningar má finna í hjálparvalmöguleika í vafranum sem þú notar. Einnig er hægt að eyða þeim vafrakökum sem þegar eru vistaðar hjá þér. Skrefin við að eyða vafrakökum eru ólík eftir vöfrum en leiðbeiningar um slíkt má finna í hjálparvalmöguleika  í vafranum sem þú notar. 

Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun RV

Jafnréttisáætlun þessi tekur til allrar starfsemi Rekstrarvara ehf sbr. Lög nr 150/2020 um jafnan rétt og jafna stöðu óháð kyni. Áætlunin kveður á um markmið og aðgerðir sem ætlað er að tryggja starfsfólki réttindi samanber um jafna stöðu óháð kyni. Tilgangur: Að allt starfsfólk Rekstrarvara ehf njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins.

Jafnlaunastefna

Markmið jafnlaunastefnu RV er að tryggja öllu starfsfólki sömu laun og sömu kjör fyrir sambærileg eða jafnverðmæt störf þannig að ekki sé mismunað. Tryggja skal öllum jafna möguleika til starfa, ábyrgðar, launa, stöðuhækkana, endurmenntunar og starfsþjálfunar.

Launaákvarðanir  taka mið af þeim kröfum sem starfið gerir um þekkingu, hæfni og ábyrgð. Umfang og eðli starfs hefur áhrif á laun og ræðst af fjölmörgum öðrum þáttum svo sem reynslu, álagi, mannaforráðum, menntun, samstarfs- og samskiptahæfileikum, stjórnun og verkefnum.

·         RV er með einstaklingsbundna ráðningarsamninga

·         RV ber skylda til að bjóða ekki lakari heildarkjör (greiðslur og hlunnindi) en almennir kjarasamningar segja til um.

·         Notast er við kjarasamninga þegar kemur að veikindarétti, orlofsrétti starfsmanna og uppsagnarrétti starfsmanna.

·         Ákvarðanir um launabreytingar eru teknar af Framkvæmdastjóra. Starfsfólk getur óskað eftir launaviðtali einu sinni á ári.

·         Í RV eiga að vera til starfslýsingar fyrir öll störf. Þar skulu koma fram allir meginþættir starfs, svo sem kröfur um menntun, hæfni, reynslu og þá ábyrgð sem í starfinu felst.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á launastefnu RV.

Til þess að fylgja stefnunni eftir og uppfylla lög um launajafnrétti hefur RV skuldbundið sig til að:  Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85 og öðlast vottun í samræmi við lög 56/2017 um jafnlaunavottun.

Stjórnendur Rekstrarvara skuldbinda sig til að framfylgja og bera sameiginlega ábyrgð á að viðhalda stöðugum umbótum á öllum þáttum jafnlaunakerfisins.

Laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Atvinnuauglýsingar RV eru ókynbundnar og hörfða til allra kynja. Umsækjandi af kyni í minnihluta í viðkomandi starfsgrein skal að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningu þegar hann er jafnhæfur eða hæfari en aðrir. Ávallt er leitast eftir að hafa hlutfall kynja sem jafnast. Óheimild er að mismuna kynjum á grundvelli fjölskyldaaðstæðna eða annara þátta sem ætla má að hafi áhrif. Starfsfólk er hvatt til þess að auka möguleika sína til að vaxa í starfi og sækja um laus störf innan fyrirtækisins sem henta.

Samræming fjölskyldu-og atvinnulífs

Starfsfólki Rekstrarvara skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu, óháð kyni með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið og þörf er á. Leitast er við að taka tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna starfsfólks eftir því sem unnt er og gera skal ráð fyrir að starfsfólk óháð kyni njóti sveigjanleika til að sinna fjölskyldum sínum.

Óheimilt er að láta fæðingar- og foreldraorlof, eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði, hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi, endurmenntun, uppsögn eða vinnuaðstæður. Leitast er við að koma til móts við óskir starfsfólks um tímabundið hlutastarf vegna endurkomu úr barnseignar- eða veikindaleyfi og einnig sem leið til að draga úr vinnu í aðdraganda starfsloka og lífeyristöku. Þá ber að leitast við að halda yfirvinnu starfsfólks innan eðlilegra marka.

Óheimilt er að segja einstaklingi upp störfum eingöngu vegna fjölskylduábyrgðar sem hann ber. Með fjölskylduábyrgð er átt við skyldur starfsfólks gagnvart börnum, maka eða nánum skyldmennum sem búa á heimili hans og greinilega þarfnast umönnunar hans eða forsjár, svo sem vegna veikinda eða fötlunar.

Kynbundið ofbeldi, kynbundið áreiti og kynferðislegt áreiti.

Kynbundið ofbeldi, kynbundið áreiti og kynferðislegt áreiti verða undir engum kringumstæðum liðin á vinnustaðnum. Meðvirkni starfsfólks í slíkum málum er óásættanleg. Starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki kynbundinni eða kynferðislegri áreitni. Í jafnréttislögum eru eftirfarandi skilgreiningar:

Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu þess sem fyrir henni verður, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

Eftirfylgni og endurskoðun

Jafnréttisáætlun þessa ber að endurskoða á þriggja ára fresti. Árlega skal fara yfir markmið, aðgerðir og niðurstöður verkefna með framkvæmdastjórum og helstu stjórnendum.

Jafnréttisáætlunin er í gildi frá 1.nóvember 2021. Hún verður endurskoðuð eigi síðar en í lok árs 2024.

Endurskoðuð m.t.t. gildistöku laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 6. janúar 2021.

Aðgerðir

Aðgerðir jafnréttisáætlunar RV

Markmið

-          Að öll kyn njóti sömu kjara fyrir sambærileg og jafn­verðmæt störf.

Aðgerð

-          Við ráðningar og breytingar á launum er þess gætt að mismuna ekki vegna kynferðis.

-          Greina laun og fríðindi starfsmanna og kanna hvort kynbundinn launamunur finnist.

-          Leiðrétta mun ef óútskýrður launamunur kynja kemur fram.

Ábyrgð

-          Mannauðsstjóri / Framkvæmdarstjóri

Tímarammi

-          Mannauðsstjóri fylgir því eftir að samanburður sé gerður í lok hvers árs.

-          Mannauðsstjóri tekur greiningu á launum og fríðindum í október á hverju ári.

 

Markmið

-          Jafnlaunavottun.

Aðgerð

-          Innleiðing og starfsræksla á jafnlaunastaðli til að uppfylla markmið um launajafnrétti.

Ábyrgð

-          Framkvæmdarstjóri/Mannauðsstjóri.

 Tímarammi

-          Haustið 2022

 

Markmið

-          Laus störf skulu standa öllum opin til umsóknar.

-          Jafna kynjahlutfallið í starfsmannahópnum.

-          Að starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun sé aðgengileg öllum kynjum.

Aðgerðir

-          Hvetjum öll kyn til þess að sækja um laus störf. Ef umsækjandi af því kyni sem er í minnihluta er jafnhæfur og annar umsækjandi þá er sá aðila af því kyni sem hallar á í starfsmannahópnum valinn.

-          Fræðsluprógram þvert á fyrirtækið. Námskeið innan og utanhúss í boði fyrir starfsmenn. Kannanir hvaða þjálfun og menntun fólk óskar eftir.

Ábyrgð

-          Mannauðsstjóri og yfirmenn sem kom að ráðningum

Tímarammi

-          Mánaðarlegar kannanir á þjálfun og menntun

 

Markmið

-          Að vera fjölskylduvænn vinnustaður. Vinnutími hóflegur og fyrirsjáanlegur svo hægt sé að samhæfa fjölskyldulíf og starf.

-          Að ýta undir að báðir foreldrar nýti þann rétt sem þeir eiga til foreldra- og fæðingarorlofs og leyfis vegna veikinda barna

-          Stytting vinnuvikunar.

-          Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum.

-          Að forvarnar-og viðbragðsáætlun sem tekur á kynbundnu ofbeldi, kynbundinni áreitni og kynferðislegri áreitni sé til fyrir vinnustaðinn.

-          Að jafnréttisáætlunin skili tilsettum árangri.

-          Að jafnréttisáætlun sé í sífellri þróun eins og önnur stefnumótun, endurskoða og uppfæra.

Aðgerð/Tímarammi

-          Vinnutími fólks er mismunandi og reynt er að mæta þörfum hvers og eins. Vaktaplön eru gerð fram í tímann svo hægt sé að samræma við fjölskyldulíf.  - Kynning fer fram í upphafi starf, Samið um vinnutíma við hvern og einn. Vaktaplön sýnileg starfsfólki og breytileg eftir óskum þeirra.

-          Kynin eru hvött til að nýta sér réttindi sín til orlofs. Fyrirtækið hvetur fólk til að nýta rétt sinn.  - Þegar væntaleg fæðing nálgast eða þörf vegna veikinda eða annara aðstæðna í fjölskyldu.

-          Innleiðingu styttingar vinnuvikunar - Lokið 1.janúar 2021.

-          Fræða starfsfólk um kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni. Mannauðsstjóri aflar upplýsinga um mögulegar kvartanir og fylgir eftir að við þeim sé brugðist með tilhlýðilegum hætti. - Innan 7 daga frá því að atvik kemur upp er aðgerð komin í gang.

-          Vinna forvarnir og viðbragðsáætlun og kynna fyrir starfsfólki. - Lokið Desember 2021.

-          Viðhorfskönnun. Nóvember annað hvert ár

-          Fara yfir stöðu verkefnanna með stjórnendum. Endurskoða með tilliti til viðhorfskannanna og reynslu.

Ábyrgð

-          Mannauðsstjóri og stjórnendur

Umhverfisstefna RV

1. Flokka skal sorp skv. eftirfarandi

·      Pappír

·      Plast

·      Gler

·      Drykkjarvöruílát

·      Timbur

·      Málmar

·      Spilliefni

·     Rafhlöður

·     Ljósaperur

·     Óflokkað

2. Bílafloti Rekstrarvara

·      Bílarnir skulu losa sem minnst af CO2 í andrúmsloftið.

·      RV notar Trakwell eftirlitskerfi í bílum sínum til að skipuleggja akstursleiðir betur og fækka eknum kílómetrum.

3. Notkun hreinlætisvara

Nota skal umhverfisvottaðar hreinlætisvörur við almenna hreingerningu þar sem því verður komið og umhverfisvottaðan hreinlætispappír og sápur til persónulegs hreinlætis.

4. Skrifstofuvörur

Nota skal umhverfivottaðar skrifstofuvörur, t.d. ljósritunarpappír, almennar skrifstofuvörur og ritföng þar sem því verður við komið.

5. Minni pappírsnotkun

·      RV gefur út rafræna reikninga.

·      Sölumenn RV senda inn pantanir rafrænt (enginn pappír)

·      RV hvetur viðskiptavini til að nota rafrænt pöntunarkerfi RV (vefverslun RV).