Kynning fyrir verðandi foreldra
Rekstrarvörur bjóða verðandi foreldrum á fræðslu og kynningu fyrsta miðvikudag hvers mánaðar. Næsta foreldrakynning verður miðvikudaginn 4.september kl. 13:00 í Rekstrarvörum, Réttarhálsi 2.
Hjúkrunarmenntað starfsfólk RV sér um kynninguna á öllum helstu vörum fyrir verðandi mæður og nýbura. Boðið verður upp á léttar veitingar, drykki og afslátt af kaupum.
Við hvetjum alla verðandi foreldra og bumbuhópa að skrá sig hér fyrir neðan. Dregið verður vinning fyrir heppna þátttakendur.
Fylgstu með viðburðinum á Facebook: https://fb.me/e/2nNQ7cvTT
UPPFÆRT
Við þökkum frábærar viðtökur! Við höfum lokað skráningu á fyrstu kynningu, þann 4.september, því nú eru öll plássin frátekin ❣️
Ekki örvænta - við munum endurtaka leikinn í október ✨