Rekstrarvörum er umhugað um samfélagið og náttúruna. Við erum stoltir samstarfsaðilar eftirfarandi aðila:

Festa

Við erum aðilar að Festu, miðstöð um sjállfbærni. Hjá Festu eru rúmlega 170 fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir sem vinna að samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri og menningu.

Klappir

Rekstrarvörur nýta sjálfbærnilausn Klappa til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum á mælanlegan hátt.

HR Monitor

Mannauðurinn er okkar mikilvægasta auðlind. Með aðstoð HR Monitor vöktum við starfsánægju og bregðumst við ef eitthvað er hægt að laga. Við vorum útnefnd meðal mannauðshugsandi fyrirtækja HR Monitor 2021. Við keyrum reglulega mannauðsmælingar meðal starfsfólks og upplýsum um niðurstöður mælinganna og árangur fyrirtækisins. Með því móti er sýnt í verki að mannauðurinn skiptir miklu máli.

Framúrskarandi fyrirtæki

Rekstrarvörur hafa hlotið viðurkenningu CreditInfo sem Framúrskarandi fyrirtæki átta ár í röð. Ár hvert vinnur Creditinfo ítarlega greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og eru meginmarkmið greiningarinnar að verðlauna þau fyrirtæki sem standa sig vel og stuðla að bættu viðskiptaumhverfi.