Um Rekstrarvörur (RV)

RV einbeitir sér að þjónustu, markaðssetningu, sölu og dreifingu á heilbrigðisvörum, hreinlætisvörum og vörum fyrir almennan daglegan rekstur stofnana og fyrirtækja. 

RV er leiðandi á markaði fyrir hreinlætis og rekstrarvörur . 

Um 70% af viðskiptum RV eru við viðskiptavini sem eru í eigu ríkisstofnana og sveitarfélaga. Fjárhagsstaða RV er sterk, við eigum byggingar okkar á Íslandi og í Danmörku og nýtum samlegðaráhrif þess að reka tvö svipuð fyrirtæki í tveimur löndum. RV einbeitir sér að eigin innflutningi frá birgjum um allan heim.

RV leggur áherslu á árangursríkar verslunarlausnir á einum stað og gagnvirka ráðgjöf til að mæta þörfum viðskiptavina sinna sem best.

Vel þjálfaðir ráðgjafar taka vel á móti ykkur og leiða ykkur í gegnum allt ferlið, frá hugmynd til uppsetningar, eftirfylgni og þjónustu. Að mestu leyti selja ráðgjafar beint til fyrirtækja sem RV þjónusta.  

Fyrir stærri fyrirtæki til langs tíma eru yfirleitt gerðir heildarsamningar.

Við útvegum heildarlausnir á rekstrar- og heilbrigðisverkefnum.

Hjá RV starfa heilbrigðismenntaðir starfsmenn sem veita ráðgjöf til viðskiptavina varðandi heilbrigðisvörur og lausnir fyrir hjúkrunarheimili. Helstu birgjar eru Mölnlycke Health Care, SCA (TENA), Reliance Medical, GBUK Group, TIK , VITREX , Romed og fl.

RV rekur Cash-and-Carry verslun sem er einnig opin almenningi. Hún er staðsett að Réttarhálsi 2 í austurhluta Reykjavíkur.

RV býður upp á vörur og þjónustu sem eykur matvælaöryggi, vöruöryggi og notendaöryggi fyrir HoReCa (hótel, veitingastaði og mötuneyti) fyrirtæki og QSR (Quick Service Restaurant) fyrirtæki

Listi okkar yfir vörur inniheldur m.a eftirfarandi:

 • Hreinlætisvörur

 • Pappírsvörur 

 • Pokar

 • Borðbúnaður, postulín og glervörur

 • Mötuneyti, veitingahús og hótel

 • Sérvörur fyrir veitingahús með hraðþjónustu 

 • Skrifstofuvörur

 • Vinnuföt og öryggisvörur

 • Heilbrigðisvörur fyrir sjúkrahús og heilsugæslu

 • Gólfþvottavélar og sópar

 • Kaffivélar og kaffivörur

  Einkunnarorð okkar eru: "Rekstrarvörur - Vinna með þér"