Útsala
Allt að 70% afsláttur um helgina
Sjá vörur

Rekstrarvörur

Fyrirtækið

RV var stofnað 18. maí 1982 og hefur á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun byggt upp traust samband við góða viðskiptavini og jafnan litið á viðskiptin sem samstarf sem báðir aðilar hafa hag af.

RV er sérhæft sölu- og dreifingarfyrirtæki með hreinlætis-, hjúkrunar- og rekstrarvörur og leggur áherslu á heildarlausnir sem svara þörfum viðskiptavina og að veita ráðgjöf sem hentar aðstæðum á Íslandi. Heilbrigðissvið RV þjónar heilbrigðisstofunum og fyrirtækjum um land allt með þekktum vörumerkjum og faglegri ráðgjöf á þessu sviði.

Áherslur og markmið

Hlutverk RV hefur frá upphafi verið að sinna þörfum stofnana og fyrirtækja fyrir almennar rekstrar- , hreinlætis- og hjúkrunarvörur. Sú áhersla sem RV leggur á hagkvæmar heildarlausnir varðandi hreinlætismál, öryggismál og hjúkrunarvörur fyrir stofnanir og einstaklinga kallar á stöðugar endurbætur í þjónustunni og lifandi ráðgjöf á því sviði.

Markmið RV er að bjóða ávallt fyrsta flokks vöruúrval, persónulega þjónustu og faglega ráðgjöf. Starfsmenn RV fá þjálfun og fræðslu sem gerir þá öflugri á sínu sviði.

Traust

Þjónusta

Jákvæðni

Hjúkrunarfræðingur RV,  Ásdís Ósk Heimisdóttir og Sjúkraliði RV, Marsibil Sigurðardóttir leiðbeina skjólstæðingum Sjúkratrygginga Íslands og aðstandendum þeirra ásamt því að veita ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur.

 

Einnig tekur sérhæft sölufólk RV á móti pöntunum og afgreiða sýnishorn alla virka daga frá kl. 8 - 17.  


Nánari upplýsingar í síma 520 6666 eða með því að senda tölvupóst til hjukrun@rv.is 

Fyrir hvað stöndum við?

Þekking og þjónusta

Við vinnum að öflun þekkingar og fræðslu með viðskiptavinum okkar og önnumst uppsetningu og eftirlit með efnum, áhöldum og tækjum.

Menntun og þjálfun

Þróun efna, áhalda og tækja gerir vissulega miklar kröfur til okkar sem seljum hagkvæmar heildarlausnir til fyrirtækja og stofnana. Þess vegna leggur RV mikla áherslu á menntun og þjálfun starfsfólks.

Viðskiptavinir okkar þurfa ekki síður á þekkingu og fræðslu að halda til þess að geta notað efni, áhöld og tæki frá Rekstrarvörum á sem hagkvæmastan hátt.

Vellíðan á vinnustöðum

Rekstrarvörur eru fyrir alla vinnustaði, allan vinnutímann. Rekstrarvörur hlífa starfsfólki og umhverfi, og þýða minna strit og meiri sparnað.

Fræðslufundir og námskeið

Rekstrarvörur halda fræðslufundi og eftirfarandi námskeið:

  • Hreinsiefnafræði, notkun hreinsiefna og þrifafræði.

  • Notkun véla og búnaðar.

  • Hreinlætisáætlanir, gerð þeirra og notkun.

  • Hreinlæti, öryggi og vellíðan á vinnustað.

  • Hjúkrunarvörur, val á vörum og notkun.

Spurt og svarað

Svör við algengum spurningum

Hvað er verslunin opin lengi?

Verslun okkar að Réttarhálsi 2 í Reykjavík er opin alla virka daga frá kl. 08:00-17:00 og um helgar frá kl. 11:00-15:00.

Kemur sendingin samdægurs ?

 Pantanir eru sendar frá lager RV næsta virkan dag.

Ef þú sækir vörurnar í verslun RV að Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, þá fellur sendingarkostnaður að sjálfsögðu niður. Allar sóttar pantanir eru tilbúnar klst eftir að pöntun er gerð, alla virka daga 8-15. 

Stykki eða kassi?

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Sed fermentum turpis in sollicitudin id nibh nibh tincidunt risus.

Get ég fengið heimsendingu?

Frír sendingarkostnaður þegar verslað er fyrir 25.000 kr. m. vsk. í vefverslun RV
 Ef verslað er fyrir lægri upphæð í vefverslun þá bætist við sendingarkostnaður; 3.000 kr. án vsk (3.720 kr. m.vsk).
     Pantanir einstaklinga um allt land eru sendar með Íslandspósti og gilda skilmálar Íslandspósts um flutning, afhendingu og ábyrgð.
     Ef viðskiptavinur vill sækja í pósthús þá skal skrifa það í athugasemdir, þegar gengið er frá pöntun.
     RV keyrir út pantanir til fyrirtækja og stofnana á höfuðborgarsvæðinu og sendir með Flytjanda út á land.
     Pantanir eru sendar frá lager RV næsta virkan dag.

Ef þú sækir vörurnar í verslun RV að Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, þá fellur sendingarkostnaður að sjálfsögðu niður. Allar sóttar pantanir eru tilbúnar klst eftir að pöntun er gerð, alla virka daga 8-15. 

Verslun RV er opin virka daga kl. 8 - 17 og laugardaga kl. 11 - 15.

Vörur sem eru pantaðar eftir kl. 16:00 á föstudögum verða afgreiddar næsta virkan dag.

Viltu vera póstlista?

Fáðu fréttir um nýjar vörur á tilboð beint í pósthólfið þitt