Spritt selst sem aldrei fyrr

19.febrúar, 2020

Spritt selst sem aldrei fyrr

Salan hjá Rekstrarvörum á hreinsispritti hefur verið fimm- til tíföld síðustu vikur, að sögn Einars Kristjánssonar, framkvæmdastjóra. Þar er bæði selt spritt sem þau framleiða og eins sem þau flytja inn. Fyrirtækið sér einnig Landspítala, heilsugæslustöðvum og fleiri stofnunum fyrir hlífðarfatnaði og hreinsivörum og segir Einar að öflun á vörum fyrir þessar stofnanir, sem eru í framlínunni núna, séu í algjörum forgangi. 

Mikil eftirspurn er eftir hlífðarfatnaði, andlitsgrímum, spritti og fleiru um allan heim og segir Einar að þau hafi verið fljót til eftir að veiran fór að breiðast út að séu með góðan lager. Hjá einum erlendum birgja, sem selur andlitsgrímur, er búið að fjarlægja þær og fleira af vefsíðunni og setja þangað stóran borða sem á stendur að allt sé búið og viðskiptavinir eru beðnir um að hringja ekki. 

 

Handhreinsun og hreinlæti í kringum augu, nef og munn ásamt öruggri meðhöndlun fæðu eru lykilatriði til að forðast smit og fækka smitleiðum, segir í leiðbeiningum á vef Embættis landlæknis. 

Share this:


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til að við getum gert vefsíðuna sem besta. Með því að nota síðuna samþykkir þú notkun á vafrakökum. Lesa meira